Ertu í vandræðum? Sendu póst á hjalp@fotbolti.net

Reglur

Stigagjöf

Á meðan tímabilinu stendur þá fá þínir leikmenn í Draumadeildinni stig eftir því hvernig þeir standa sig í Pepsi deildinni. Stigagjöfin er eftirfarandi:

Atriði Stigagjöf
Að leika allt að 60 mínútur 1
Að leika 60 mínútur eða meira 2
Fyrir hvert mark skorað af markmanni eða varnarmanni 6
Fyrir hvert mark skorað af miðjumanni 5
Fyrir hvert mark skorað af sóknarmanni 4
Fyrir hverja stoðsendingu 3
Þegar markmaður eða varnarmaður heldur hreinu 4
Þegar miðjumaður heldur hreinu 1
Fyrir klúðrað víti hjá andstæðing fær markmaður 5
Fyrir að brenna af víti -2
Bónusstig fyrir bestu leikmenn í hverjum leik 2-3
Fyrir hver tvö mörk sem markmaður eða varnarmaður fær á sig -1
Fyrir hvert gult spjald -1
Fyrir hvert rautt spjald -3
Fyrir hvert sjálfsmark -2

Að halda hreinu

Stig eru gefin fyrir að halda hreinu ef viðkomandi leikmaður var inni á vellinum í að minnsta kosti 60 mínútur og fékk ekki á sig mark á þeim tíma.

Ef að leikmanni hafi verið skipt út af áður en liðið fékk á sig mark þá fær hann stig fyrir að halda hreinu.

Rauð spjöld

Ef leikmaður fær rautt spjald, þá heldur hann áfram að fá mínusstig fyrir þau mörk sem liðið fær á sig.

Mínusstig fyrir rautt spjald innihalda mínusstigin sem leikmaður fær fyrir tvö gul spjöld.

Stoðsendingar

Stoðsendingar eru gefnar þeim leikmanni sem snertir boltann síðast áður en mark er skorað.

Ef að leikmaður úr hinu liðinu snertir boltann eftir þessa snertingu utan vítateigs og breytir með því stefnu boltans, þá er ekki stoðsending veitt nema ef þessi stefnubreyting endi í sjálfsmarki.

Þegar um víti eða aukaspyrnu er að ræða, þá fær sá leikmaður sem aflaði þeirra skráða stoðsendingu.
Þetta á ekki við ef hann skorar sjálfur úr spyrnunni, þá er engin stoðsending veitt.

Bónusstig

Tveir bestu leikmenn vallarins í hverjum leik fá bónusstig. 3 stig fara til besta leikmanns vallarins og 2 stig til þess næstbesta.

Hvað gerist þegar lið leikur tvisvar sinnum í umferð?
Allir leikmenn úr því liði sem spilar tvisvar munu fá tvöföld stig, gefið að þeir taki þátt í báðum leikjum. Allir fyrirliðar sem spila í tveimur leikjum fá einnig tvöföld stig fyrir hvern leik.
Einn af leikmönnunum mínum átti að spila tvisvar í einni umferð, en spilaði bara annan leikinn.
Afhverju var honum ekki skipt út af í leiknum sem hann spilaði ekki?
Ef að leikmaður fær skráða á sig mínútu í umferð, þá er hann ógildur í sjálfkrafa skiptingu. Sama regla á við um fyrirliða, varafyrirliðinn kemur ekki í hans stað þó hann spili bara annan leikinn.
Get ég gert breytingar á hópnum mínum eftir að hafa skráð mig í leikinn?
Já, það er hægt að gera ótakmarkaðar breytingar fyrir fyrstu umferð.
Hvað gerist ef leikmaður skiptir um lið í Pepsi deildinni?
Ef leikmaður skiptir um lið í Pepsi deildinni, og þessi skipting kemur þér í þá stöðu að hafa fleiri en þrjá leikmenn úr einu liði, þá verður þú að skipta út einum af þessum leikmönnum.
Hvenær er nýjum leikmönnum bætt við?
Nýir leikmenn eru skráðir inn í Draumadeildina innan við 7 daga frá því að félagsskiptum þeirra lýkur.
Leikmaðurinn minn er búinn að yfirgefa Pepsi deildina. Hvað geri ég núna?
Þú getur haft hann áfram í hópnum þínum, en hann mun fá 0 stig í hverri umferð. Til þess að skipta honum út þarftu að notast við skiptingu fyrir næstu umferð.
Ég er búinn að gleyma lykilorðinu mínu, hvað geri ég nú?
Þú endurstillir lykilorðið þitt með því að fara á þessa síðu.
Afhverju er ekki búið að skipta mínum leikmönnum sjálfkrafa út?
Sjálfkrafa skiptingar gerast í lok umferðar, þegar allir leikir hafa verið leiknir. Þú getur skoðað leikjalistann til að sjá hvenær það gerist.
Ég held að sjálfkrafa skiptingarnar mínar séu rangar.
Byrjunarliðið þitt verður að innihalda að minnsta kosti 1 markmann, 3 varnarmenn, 3 miðjumenn og að minnsta kosti 1 framherja. Ef byrjunarliðið þitt inniheldur 3 varnarmenn, og einn af þeim lék 0 mínútur, þá getur honum einungis verið skipt út fyrir annan varnarmann.
Að velja fyrsta hópinn

Stærð hópsins

Til þess að taka þátt í Draumadeildinni þá þarftu að velja hóp með 15 leikmönnum, sem samanstendur af:
> 2 markmönnum
> 5 varnarmönnum
> 5 miðjumönnum
> 3 sóknarmönnum

Inneign

Upphafsvirði hópsins þíns má ekki fara yfir 100 milljónir.

Leikmenn frá hverju liði

Þú getur valið allt að 3 leikmenn frá hverju liði í Pepsi deildinni.

Að stjórna hópnum þínum

Að velja byrjunarlið

Þú velur 11 leikmenn, úr 15 manna hópnum þínum, í byrjunarlið fyrir hverja umferð. Öll stig sem þú færð í umferðinni koma frá þessum 11 leikmönnum. Ef einhver af þeim spilar ekki, þá getur gerst að þeim verði sjálfkrafa skipt úr byrjunarliðinu fyrir mann af bekknum þínum. Liðið þitt getur leikið hvaða uppstillingu sem er svo lengi sem það uppfyllir eftirfarandi skilyrði: 1 markmaður, 3-5 varnarmenn, 3-5 miðjumenn og 1-3 sóknarmenn.

Að velja fyrirliða og varafyrirliða

Mikilvægt er að velja fyrirliða og varafyrirliða í byrjunarliðinu. Stig fyrirliðans telja tvöfalt í hverri umferð. Ef fyrirliðinn spilar ekki mínútu í umferðinni, þá flyst fyrirliðabandið yfir á varafyrirliðann. Ef bæði fyrirliði og varafyrirliði leika enga mínútu í umferð, þá telja stig ekki neins leikmanns tvöfalt.

Röðun á varamannabekk fyrir sjálfkrafa skiptingar

Varamennirnir þínir koma að góðum notum þegar ófyrirsjáanlegir atburðir gerast. Dæmi um slíka atburði eru meiðsli eða seinkun á leikjum. Þegar sú staða kemur upp að byrjunarliðsmaður spilar óvænt ekki í umferðinni þá er varamanni skipt inn á. Varamönnum þínum er skipt inn á í lok umferðar samkvæmt eftirfarandi reglum:
> Ef markmaðurinn þinn spilar enga mínútú í umferð þá verður honum skipt inn út af fyrir varamarkmanninn þinn, gefið að hann hafi spilað.
> Ef einhver af útileikmönnum þínum spiluðu enga mínútu í umferðinni, þá er honum skipt út af fyrir þann leikmann sem er fyrstur inn af varamannabekknum. Hér er gefið að sú skipting brjóti ekki í bága við reglur varðandi uppstillingu. Dæmi: Ef byrjunarliðið þitt inniheldur einungis þrjá varnarmenn, þá er einungis hægt að skipta varnarmanni út fyrir annan varnarmann.

Skiptingar

Eftir að þú hefur valið hópinn þinn þá getur þú keypt og selt leikmenn á markaðnum. Þú getur gert ótakmarkaðar skiptingar, þér að kostnaðarlausu, fram að lokafrest fyrir fyrstu umferð í Pepsi deildinni.

Eftir þennan lokafrest þá færðu eina ókeypis skiptingu í hverri umferð. Fyrir hverja aukaskiptingu sem þú gerir í sömu umferð verða dregin af þér fjögur stig.

Eftir fyrstu umferð hafa allir þátttakendur eina ókeypis skiptingu milli umferða til að gera breytingar á leikmannahóp sínum. Noti maður ekki þessa ókeypis skiptingu, þá getur maður gert auka ókeypis skiptingu fyrir næstu umferð. Noti maður ekki þessa auka skiptingu í næstu umferð, þá geymist hún þangað til maður notar hana. Hins vegar getur maður að hámarki haft eina auka ókeypis skiptingu, eða samtals tvær ókeypis skiptingar, í hverri umferð.

Wildcard

Wildcard gerir þér kleift að gera ótakmarkaðar ókeypis skiptingar í einni umferð. Þú færð eitt Wildcard yfir tímabilið.

Þegar þú leikur þínu Wildcard þá strokast út mínusstigin sem þú hefðir fengið fyrir svo margar skiptingar.

Verð á leikmönnum

Verð á leikmönnum breytist á meðan Pepsi deildin stendur yfir. Þessar breytingar eru háðar vinsældum leikmanna á markaðnum. Verð á leikmönnum breytist ekki fyrir fyrstu umferð.

Verðið sem þú sérð við leikmennina í þínum hópi á síðu markaðarins er söluverð þeirra. Þetta söluverð getur verið lægra en núverandi kaupverð þeirra. Þetta er vegna þess að ef leikmaður hækkar í verði, þá reiknast 50% af hagnaði við sölu sem gjald (námundað upp í næstu 0,1 milljón).

Dæmi: Ef þú kaupir leikmann fyrir 8,4 milljónir og selur hann þegar hann er 9 milljóna virði, þá færðu 8,7 milljónir í vasann.

Deildir

Eftir að þú hefur búið til hópinn þinn, þá getur getur gengið í og búið til deildir til að keppa við vini og vandamenn.

Tegundir deild

Einkadeildir

Einkadeildir eru það vinsælasta við þennan leik. Hér keppir þú við vini og vandamenn. Það er einfalt að búa til deild og senda aðgangskóða á þá sem þú vilt að taki þátt!

Almennar deildir

Þú ert sjálfkrafa skráður í eftirfarandi almennar deildir:
> Almennu deildina sem inniheldur öll skráð lið
> Deild sem inniheldur einungis stuðningsmenn þíns liðs í Pepsi deildinni

Stigagjöf

Ef lið eru jöfn að í lok deilda, þá sigrar liðið sem hefur gert fæstar skiptingar.

Haldið er utan um heildarstöðu stiga og stöðu stiga hvers mánaðar í öllum deildum.

Skilmálar
Skilmálar koma síðar.